Viðburður á bókasafninu á Hvammstanga

Bóka- og héraðsskjalasafn Húnaþings vestra mun bjóða upp á stórskemmtilegan viðburð fyrir unga sem aldna sunnudaginn 8. maí. Þá verður upplestur úr bókum bæði á arabísku og íslensku.

Áslaug Jónsdóttir rit- og myndhöfundur heimsækir bókasafnið á Hvammstanga og ætlar að lesa upp úr einni af bókunum um Litla og stóra skrímslið. Bækurnar um skrímslin hafa notið gífurlegra vinsælda og verið þýddar á ótal tungumál. Sabah Mahmod Mostafa ætlar svo að lesa fyrir okkur arabíska þýðingu á einni af bókum Áslaugar um litla og stóra skrímslið.