Vermannaleikir

Fiskveiðar hafa verið stundaðar við Íslandsstrendur frá upphafi byggðar. Þegar ekki var róið vegna veðurs þurftu menn að gera sér eitthvað til dundurs. Glímdu menn eða fóru í ýmsa útileiki, auk aflrauna sem iðkaðar voru á verstöðvum. Leikirnir voru almennt kallaðir Vermannaleikir. Á Byggðasafninu á Reykjum munum við kynnast þessum leikjum sem allir geta tekið þátt í!

Einstakur viðburður fyrir 6 ára og eldri laugardaginn 7. maí kl. 13:00 á Byggðasafninu á Reykjum.