Listalestin

Listalestin í samstarfi við List fyrir alla mætir í Skagafjörð dagana 27. og 28. apríl og býður upp á þverfaglegar vinnusmiðjur fyrir nemendur á unglingastigi allra grunnskóla Skagafjarðar: Varmahlíðarskóla, Grunnskólans austan Vatna og Árskóla.

Smiðjunum er stjórnað af nemendum listkennsludeildar Listaháskóla Íslands og unnið er í nánu samstarfi við kennara í viðkomandi skólum. Unglingarnir vinna í listasmiðjum þar sem áhersla er lögð á samruna listgreina.

_____

Fimmtudaginn 28. apríl kl. 17.00 verður opnun listasýningar Listalestarinnar 2022 með verkum nemenda í Menningarhúsinu Miðgarði, Skagafirði.

Á Instagramreikningi LHÍ verður hægt að fylgjast með kennaranemunum og ungmennunum í Skagafirði undirbúa sýningaropnun, smellið hér til að finna reikninginn: https://www.instagram.com/iceland_university_of_the_arts/

Sýningin mun svo standa fram í næstu viku á eftir og verða opnunartímar sem hér segir:

  • Sunnudag 1. maí kl. 13:30-15:00
  • mánudag 2. maí kl. 16:00-19:00
  • þriðjudag 3. maí kl. 14:00-18:00
  • fimmtudag 5. maí. kl. 16:00-19:00

_____

Hér má sjá umfjöllun um Listalestina frá því þegar hún var á Egilsstöðum haustið 2018: