
Ragnheiður Jóhannsdóttir býður upp á einstakt námskeið fyrir öll þau sem áhuga hafa á að nota ímyndunaraflið og búa til tröll eða aðra veru sem viðkomandi langar til að gera eftir eigin höfði.
Smiðjurnar fara fram á íslensku og henta börnum 8 ára og eldri. Hver þátttakandi fær eina þæfða kúlu úr íslenskri ull og breytir henni í tröllaandlit til að setja á ísskáp. Það fylgir einnig allt annað, svo sem ullarlagður, perlur í augu og segull á ísskápinn. Hvert tröll verður einstakt.
Námskeiðstímar:
- Höfðaskóla Skagaströnd, föstudaginn 6. maí kl. 15:00 – LOKIÐ.
- Hvammstanga, laugardaginn 7. maí kl. 11:00 – LOKIÐ.
Aðgangur er ókeypis en fjöldi þátttakenda takmarkaður.