Opið hús í leikskólanum Barnabóli!

Leikskólinn Barnaból á Skagaströnd mun opna dyr sínar miðvikudaginn 4. maí frá kl. 15:00 til 17:00 og bjóða upp á spennandi skemmtidagskrá í samstarfi við foreldrafélag leikskólans.

  • Hliðið er opið og allir velkomnir
  • boðið verður upp á heimagerða skúffuköku, jógúrtkökur, djús og kaffi
  • myndlistarsýning nemenda í gluggum leikskólans
  • stauraskógur með striga á leikskólalóðinni
  • bókabíó
  • hægt að skoða sjávardýr í kerjum á leikskólalóðinni með sjávarlíffræðingi

Ekki missa af þessum spennandi viðburði!