Svakalega sögusmiðjan

Stutt, skapandi námskeið fyrir krakka sem vilja skrifa sögur og/eða teikna.

Á námskeiðinu læra krakkar að skapa skemmtilegar og litríkar persónur og hvernig hægt að er að búa til sögu um þær sem er bæði fyndin og spennandi.
Eva Rún og Blær eru höfundar bókanna um jólasveininn Stúf; Stúfur hættir að vera jólasveinn og Stúfur leysir ráðgátu. Nú vinna þær Blær að nýrri bók um Stúf og þátttakendur fá að skyggnast inn í sköpunarferlið og prófa að taka þátt í því. Námskeiðið hentar þátttakendum frá 9 til 12 ára.

Námskeiðstímar:

  • Bókasafninu Hvammstanga, föstudaginn 6. maí kl. 15:00 – LOKIÐ.
  • Grunnskólanum austan Vatna, Hofsósi, laugardaginn 7. maí kl. 11:00 – LOKIÐ.
  • Bókasafninu Sauðárkróki, laugardaginn 7. maí kl. 16:00 – UPPBÓKAÐ.
  • Bókasafninu Blönduósi, sunnudaginn 8. maí kl. 13:00 – LOKIÐ.

Aðgangur er ókeypis en fjöldi þátttakenda takmarkaður.