Söngkeppni Samfés

Laugardaginn 30. apríl styðjum við keppendur okkar af Norðurlandi vestra og fylgjumst með Söngkeppni Samfés í beinni útsendingu á RÚV kl. 13:00. Inga Rós frá félagsmiðstöðinni Skjólinu á Blönduósi verður fimmta á svið og Sóley Sif, Dídí og Sigríður frá félagsmiðstöðinni Undirheimum á Skagaströnd verða með þriðja atriðið á svið. Áfram stelpur!