
Manndýr er þátttökusýning um hlutverk mannsins út frá sjónarhorni barna. Gestum er boðið inn í heim þar sem hægt er að upplifa með eyrum, augum og höndum, sjálf eða í samvinnu. Við gefum okkur tíma til að spyrja spurninga sem fá svör eru við og dvelja í heimi þar sem börn segja alla söguna.
Í sýningunni er samband barna og fullorðinna skoðað og spurningunni um hlutverk þeirra á jörðinni velt upp. Sýningin hefur verið sýnd víða um landið og hlotið mikið lof. Hún hentar áhorfendum frá 4-8 ára.
Sýningartímar:
- Ljósheimum, Sauðárkróki, laugardaginn 7. maí kl. 13:00 – LOKIÐ.
- Fellsborg, Skagaströnd, sunnudaginn 8. maí kl. 11:00 – UPPBÓKAÐ.
Aðgangur er ókeypis en fjöldi þátttakenda takmarkaður.