Steps Dancecenter heimsækir Sauðárkrók

Laugardaginn 7. maí heimsækir hinn vinsæli dansskóli Steps Dancecenter frá Akureyri Hús frítímans á Sauðárkróki. Börn og ungmenni af öllu Norðurlandi vestra eru hvött til að mæta í danstíma!

  • Laugardaginn 7. maí kl. 13:00 í Húsi frítímans á Sauðárkróki – Kríladans fyrir 2-5 ára
  • laugardaginn 7. maí kl. 14:00 í Húsi frítímans á Sauðárkróki – Hip-hop/commercial-dans fyrir 6-10 ára
  • laugardaginn 7. maí kl. 15:15 í Húsi frítímans á Sauðárkróki – Hip-hop/commercial-dans fyrir 11 ára og eldri.

Ekki missa af þessu frábæra tækifæri.