Verklagsreglur og úthlutunarreglur Barnamenningarhátíðar Norðurlands vestra

 1. Markmið Barnamenningarhátíðar Norðurlands vestra eru eftirfarandi;
 • Tryggja börnum, búsettum á svæðinu, aðgengi að listsköpun og listviðburðum óháð búsetu og efnahag.
 • Hátíðin er þátttökuhátíð og styður við 31. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að stuðla að og efla rétt barna til þátttöku í lista- og menningarlífi. 
 • Meginreglan er að aðgangur sé ókeypis og veiti því öllum börnum og ungmennum á Norðurlandi vestra tækifæri til að upplifa og vinna að fjölbreytileika listsköpunar.
 • Virkari þátttaka barna í menningarlífi.
 • Hver aldursflokkur fái tækifæri til fjölbreytni í upplifun og þátttöku.
 1. Við heildarúthlutun mun úthlutunarnefnd skoða eftirfarandi;
 • Fjölbreytni listviðburða, svigrúm fyrir allar listgreinar í heildardagskrá.
 • Viðburðir höfði til breiðs aldurshóps óháð kyni, búsetu eða þjóðerni.
 • Menningarlegt gildi verkefnis.
 • Fagleg gæði verkefnis.
 • Jöfnuður og aðgengi.
 • Gæði umsóknar. Skýrleiki og sýn umsækjanda.
 • Heildarsýn svæðis.
 1. Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir. 
 1. Í úthlutunarnefnd sitja verkefnastjórar Barnamenningarhátíðar Norðurlands vestra. 
 1. Umsóknir og þau viðhengi sem henni fylgja flokkast sem trúnaðargögn. Gögnin eru eingöngu notuð við mat á umsóknum og eru ekki aðgengileg öðrum en úthlutunarnefnd. Ávallt skal verða að ósk umsækjanda um að eyða öllum gögnum sem tengjast umsókn viðkomandi ef þess er óskað. En til að gagnsæi sé virt, verður birtur listi yfir styrkhafa og veitta styrkupphæð.
 1. „Blómlegt menningarlíf og varðveisla menningararfleifðar styður einnig við innleiðingu og framkvæmd Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þar má nefna markmiðin um öruggar og sjálfbærar borgir, góða atvinnu og hagvöxt, aukinn jöfnuð, umhverfismál og menntun fyrir alla auk þess að styðja við markmiðin um jafnrétti kynjanna, ábyrga neyslu og framleiðslu og friðsamt og réttlátt samfélag.“ Menningarstefna Íslands 2021-2030 – drög.
 1. Styrkir geta verið frá 20.000 kr. upp í 300.000 kr. fyrir verkefni. Ekki er hægt að styrkja öll verkefni sem sótt er um. Því er mikilvægt að umsækjendur hugi vel að úthlutunarreglum og eru verkefni flokkuð eftir þeim.
 1. Sótt skal um rafrænt á vefsíðu Barnamenningarhátíðar Norðurlands vestra. 
 1. Styrkur er veittur eftir að verkefni er haldið.
 1. Úthlutunarnefnd áskilur sér þann rétt að afturkalla styrk ef verkefni er ekki framkvæmt.